
Heimili forvarna og fræðslu fyrir börn, uppalendur og fólk sem starfar með börnum
Lærum samskipti, að setja og virða mörk, eflum sjálftraust barna.
-
Samtalið fræðsla ekki hræðsla
Er forvarnarverkefni sem ég hef mótað og þróað frá aldamótum. Verkefnið er og verður í stöðugri þróun samfara breytingum í samfélaginu. Tilgangur þess er að efla meðvitund, forvarnir og fræðslu gegn ofbeldi og vanrækslu á börnum. Fræðslan lýtur að mörkum og markaleysi, samskiptum og virðingu fyrir öðrum. Fræðslan nær til barna frá leikskólaaldri, starfsfólks skóla og frístundaheimila og uppalenda á Íslandi og út fyrir það sé þess óskað.
-
Lausnahringurinn
Ég nýt þeirra forréttinda að heimsækja leik-og grunnskóla, til að efla börn og starfsfólk í einstöku verkefni. Sem krefst þess að allir taka þátt, hver á sinn hátt út frá eigin tilfinningu. Verkefnið sem um ræðir heitir Lausnahringurinn, kennir okkur að setja mörk í samskiptum, það sem gerir þetta verkefni einstakt er að allir hafa eitthvað til málanna að leggja.
-
Samtalið heima
Hraði, álag og kröfur hvíla á herðum foreldra og kennara í dag, hefur fengið mig til að búa til þetta auka rými fyrir foreldra. Það er aukin þörf meðal foreldra að fá dýpra samtal um uppeldishlutverkið.
Samtalið við þig og um þig
Reynslan hefur kennt mér að starfsfólk sem vinnur með ungum börnum þarf að eiga kost á því að komast í samtal um það sem liggur þeim á hjarta hverju sinni. Stundum þarf að fá utanað komandi áheyrn.
Lausnir Samtalsins
-
Forvarnir
Fyrir skóla, fyrirtæki og klúbba.
Fyrir öll sem láta sig varða forvarnir gegn ofbeldi á börnum.
Farið er yfir mikilvægi þess að byrja snemma með forvarnir og efla börn að virða og setja mörk í samskiptum -
Lausna hringurinn
Fyrir öll sem vilja efla sig í að setja og virða mörk í samskiptum.
Lausnahringurinn er einstakt verkefni sem þjálfar börn strax frá 2ja ára aldri að setja og virða mörk í samskiptum.
-
Samtalið
Áheyrn og viðrun fyrir starfsfólk í leikskóla og foreldra sem vilja fá að ræða um samskipti við börn.
Fá aðstoð og ráð varðandi Lausnahringinn
Það hjálpar að tala um málið við einstakling sem þekkir til leikskólastarfsins og uppeldismála -
Lausnakrukkan skapandi námskeið
Fyrir börn, fjölskyldur, vinahópa og vinnustaði
Þátttakendur búa til sína eigin LAUSNAKRUKKU með staðhæfingum, spurningum, verkefnum og hugmyndum sem:Auka sjálfstraust
Efla samskipti
Byggja upp virðingu
Styrkja vináttu
Nánari uppýsingar í netfang
lausnahringurinn@gmail.com -
ADDA Lausna-kennari til þín
Tímabundinn stuðningur í leikskólum, hvort sem er í samverustundum, útiveru eða öðrum verkefnum.
Ég aðstoða einnig við innleiðingu Lausnahringsins með einföldum og hagnýtum lausnum fyrir daglegt starf.
Nánari uppýsingar í netfang
lausnahringurinn@gmail.com -
Samtalið heima hjá þér
Arnrún María kemur í heimsókn- á staðinn eða rafrænt.
✔ Börnin fá að kynnast Lausnahringnum
✔ Foreldrar fá hagnýt verkfæri í samskiptum og mörkum
✔ Heimsóknin styrkir tengsl og samstöðu fjölskyldunnarÍ boði bæði heima hjá ykkur og rafrænt
Lengd 90 mín