Samtalið er forvarnarverkefni sem ég hef mótað og þróað frá aldamótum, í stöðugri þróun samhliða samfélagsbreytingum.
Markmiðið er að efla fræðslu og forvarnir gegn ofbeldi og vanrækslu barna með áherslu á:

mörk og markaleysi,

samskipti og virðingu,

Þörfin er brýn. Nánast daglega berast fréttir af erfiðum og alvarlegum samskiptum meðal ungs fólks. Foreldrar og starfsfólk skóla finna oft fyrir óöryggi þegar kemur að því að ræða þessi viðkvæmu mál.

Ég vil vera til staðar fyrir börnin, foreldra og starfsfólk skóla – veita áheyrn, leiðbeiningar og hagnýt verkfæri sem styrkja þá í daglegu lífi og starfi.

Verkefnið nær til barna, starfsfólks skóla og frístundastarfs, uppalenda, allra áhugasama sem vilja bæta framtíð barna

Hvenær á að byrja Samtalið?

Reynsla mín í gegnum tíðina sýnir að mikilvægt er að byrja strax á fyrsta skólastigi barnsins í gegnum leikinn.  Í leikskólanum fá börnin þjálfun í félags- og tilfinningaþroska daglega. Rannsóknir sýna fram á jákvæða fylgni milli góðrar félags- og tilfinningafærni,  vellíðanar, betri sjálfsmyndar og æskilegrar hegðunar. Enn fremur er sýnt fram á fylgni á milli þessa og að standa sig vel í námi og á vinnumarkaði, að forðun frá skóla minnki.

Staðan í íslensku samfélagi beinlínis hrópar á mikilvægi þess að efla samtalið, kennslu og þjálfun í samskiptum milli barna og allra þeirra er koma að uppeldi og menntun. Efla og veita börnunum fræðslu í samskiptum og þess að geta sett mörk og virt þau. 

Þegar börn vita - skilja - þá geta þau margt,
þau hafa vitneskjuna til að segja frá og
geta sótt sér hjálp í 112

Forvarnir fyrir forvitna - virkjum eldmóðinn í forvörnum
Fjallað er um forvarnir gegn ofbeldi á börnum, birtingamyndir, afleiðingar og einkenni. Hvernig við getum á einfaldan hátt hjálpað börnum að setja og virða mörk í samskiptum. Hvernig eigum við að bregðast við grun um ofbeldi. Mikilvægi þess að byrja snemma með forvarnir gegn ofbeldi, áreiti og vanrækslu. Fyrirlesturinn er sérsniðinn að áheyrendum, mismunandi áherslur fyrir foreldra, kennara og aðra sem hafa áhuga á uppeldi barna. Vinsælt meðal skóla, foreldrafélaga, saumaklúbba og fyrirtækja.

Hentar fyrir alla áhugasama sem vilja bæta framtíð barna

Samtalið heima – Fyrir börn og fjölskyldur

Samtalið heima býður einfaldar lausnir eins og félagsfærnisögur, stundaskrár og umbunarkerfi sem hafa skilað frábærum árangri fyrir fjölskyldur.

Þjónustan gefur rödd barnsins aukið vægi og hjálpar við að finna lausnir á vanlíðan eða vanda.

„Einfaldar lausnir sem breyttu daglegu lífi okkar strax.“ – Umsögn frá foreldri.

Samtalið heima – Stuðningur fyrir starfsfólk skóla

Samtalið heima býður starfsfólki leikskóla viðrun og hlustun með lausnamiðaðri nálgun. Arnrún María miðlar reynslu úr skólastarfi og stjórnunarhlutverkum, sem og eigin innsýn í kulnun, til að styðja við betri vinnuumhverfi.

„Ómetanlegt að fá Arnrúnu til að hlusta og koma með hagnýtar lausnir sem virkuðu strax.“ – Umsögn frá kennara.